Rautt ljós
Rautt ljós
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Svissneski bankinn UBS tilkynnti í dag að einn miðlari bankans hafi valdið um tveggja milljarða dala. Það eru um 233 milljarðar króna. Hlutabréf í bankanum féllu um 9% við upphaf viðskipta í morgun, en dregið hefur úr lækkuninni. Viðskiptin sem starfsmaðurinn stundaði voru óheimil en UBS hefur lítið vilja tjá sig um málið að svo stöddu og segja það enn til rannsóknar.

Wall Street Journal greinir frá málinu í dag og segir það vekja upp spurningar um áhættustýringu bankans. Einungis eru þrjú ár síðan UBS afskrifaði 50 milljarða dala vegna verðbréfaviðskipta.