Samkeppniseftirlitið gaf það út í síðustu viku að enginn núverandi starfmaður stofnunarinnar væri með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á því þegar gögnum var lekið til Kastljóss um kæru á hendur ellefu starfsmönnum Eimskips og Samskipa til sérstaks saksóknara.

Þá vildi Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, ekki staðfesta í samtali við Viðskiptablaðið hvort fyrrverandi starfsmaður eftirlitsins væri með réttarstöðu grunaðs í málinu.

Nú greinir Morgunblaðið hins vegar frá því að sá grunaði hafi starfað hjá Samkeppniseftirlitinu en hætt störfum fyrir tveimur mánuðum síðan. Aðspurður hvenær yfirmenn eftirlitsins hafi fengið upplýsingar um að starfsmaður stofnunarinnar hefði fengið réttarstöðu grunaðs manns í málinu segist Páll Gunnar ekki vilja tjá sig um það.