Að því er kemur fram í frétt Berlinske Tidene hefur talsverður fjöldi starfsmanna yfirgefið danske Bank undanfarið. Í greininni eru tilgreindir nokkrir starfsmenn sem eru horfnir á braut. Þar á meðal Carsten Valgreen, aðalhagfræðingur bankans, en hann gekk til liðs við bandaríska greiningarfyrirtækið Benderly Economics.

Sömuleiðis hafa hagfræðingarnir Sune Worm Mortensen og Rune Sörensen flutt sig yfir til Nykredit og Prislabyrintet.dk. Um leið hefur hagfræðingurinn Christian Hillingsöe Heining yfirgefið bankann og farið til Sydbank. Mikkel Höegh hefur horfið yfir til BRFkredit.