*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 4. nóvember 2012 19:20

Starfsmannamál ekki bara mjúk

Attentus leigir fyrirtækjum mannauðsstjóra en það eru fleiri fyrirtæki farin að huga að þessum málaflokki

Ritstjórn
Haraldur GuðjónssonÞað er að verða algengara en áður að fyrirtæki leigi sér mannauðsstjóra til að sjá um starfsmannamál fyrirtækisins. Þetta hentar öllum fyrirtækjum vel og þá sérstaklega þeim sem sjá ekki ástæðu til að ráða mannauðsstjóra í fullt starf en vilja þó sinna þeim málum. Þetta segir Guðríður Sigurðardóttir, einn af eigendum Attentus.

„Í upphafi lögðum við þetta upp fyrir fyrirtæki með 50-100 manns í vinnu sem hefðu kannski ekki burði til að ráða mannauðsstjóra í fullt starf. Reyndin hefur hins vegar verið sú að við erum jafnvel með fleiri fyrirtæki sem eru stærri en þetta, fyrirtæki með hátt í 200 manns í vinnu.“

Ekki bara starfsmannaskemmtanir 

Guðríður segir þetta henta fyrirtækjum vel sem eru í örum vexti og hjálpar þeim með vaxtarverkina. Hún segir jafnframt þjónustu sem þessa vera mun algengari erlendis.„ Það sem gerist oft í íslenskum fyrirtækjum er að litið er á starfsmannamálin sem mjúkan málaflokk en erlendis er viðhorfið allt annað. Hér heima á starfsmannastjórinn að vera vinsæll líka en það fer ekki alltaf saman. Það verður oft að taka á erfiðum málum og þá er gott að hafa fjarlægðina.“ 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.