Samtök iðnaðarins bjóða starfsmannastjórum og öðrum stjórnendum í fyrirtækjum SI á sérstakan fund um hlutverk mannauðsstjóra á óvissutímum. Fundurinn ber yfirskriftina Starfsmannastjórar í eldlínu.

Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur mun það ræða um hvatningu á óvissutímum og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs mun fjalla um um hvernig hægt er að rækta mannauð á óvissutímum.

Fundarstjóri verður Ingi Bogi Bogason forstöðumaður menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins. Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt í umræðum, deila eigin reynslu og setja fram fyrirspurnir.

Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna.

Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 25. nóvember klukkan 8:00 – 10:00. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið [email protected]