Vegna stöðgleikaskatts er útlit fyrir að ekkert verði af fyrirhuguðum bónusreiðslum til starfsmanna ALMC, áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki. Þessu greinir DV frá í morgun.

Að óbreyttu mun íslenska eignaumsýslufélagið ALMC þurfa að greiða yfir 50 milljarða króna í stöðugleikaskatt til ríkissjóðs. Því er útlit fyrir að ekkert verði að bónusgreiðslum jafnvirði 3,4 milljarða íslenskra króna til 20 til 30 núverandi og fyrrverandi starfsmanna.

Stjórnendur ALMC gagnrýna mjög að þurfa að sæta stöðugleikaskatt. Þeir telja að hingað til hafi félagið haft umtalsverð jákvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. ALMC hyggst höfða mál á hendur ríkisins ef þörf verður á, til að verja hagsmuni sína.