Starfsmenn Amazon.com í Þýskalandi fóru í verkfall í dag, í miðri jólaösinni. Þeir hafa deild um kaup og kjör við vinnuveitendur sína um mánaðabil.

Verkalýðsfélagið Verdi sagði, í samtali við Reuters , að verkamenn í Bad Hersfeld, Leipzig og Graben færu í verkfall. Þýskir starfsmenn munu einnig mótmæla í höfuðstöðvum Amazon í Seattle. Á morgun munu svo starfsmenn í Werne í Þýskalandi leggja niður störf.

Verdi hafði varað  stjórnendur Amazon við því fyrr á árinu að félagið myndi skipuleggja verkföll rétt fyrir jólin, þegar það myndi skaða fyrirtækið mest.