Starfsmenn ÁTVR fara á vínsýningar og í vínferðir
Starfsmenn ÁTVR ferðuðust a.m.k. 30 sinnum til útlanda á kostnað skattgreiðenda á síðasta ári. Flytja ekki inn eina einustu flösku af áfengi.

Starfsmenn ÁTVR fóru í 30 utanlandsferðir á kostnað skattgreiðenda á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildarkostnaður við þær ferðir nam tæplega 6,5 milljónum króna.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Spurningin var einföld, hversu margar utanlandsferðir voru farnar á vegum ráðuneytisins og stofnana þess fyrstu níu mánuði þessa árs? Þá var einnig spurt til hvaða lands eða landa var farið og í hvaða erindum. Fyrrnefnd upphæð, 6,5 milljónir króna, er þó einungis áætlun þar sem kostnaður vegna vínferðar til Alsace í Frakklandi lá ekki fyrir þegar svarið var birt.

Í svarinu kemur fram að farnar voru sex ferðir á fundi „vegna samfélagslegrar ábyrgðar“ með norrænum einkasölum. Flestir fundirnir fóru fram á Norðurlöndunum en þá voru farnar tvær ferðir til Argentínu og Síle. Ýmsar ástæður voru gefnar fyrir hinum 24 ferðunum, s.s. vínsýning, vínferð og aðrir fundir eða ráðstefnur vegna áfengis- og tóbaksmála.

Viðskiptablaðið sendi fyrirspurn til ÁTVR þar sem spurt var nánar um ferðirnar og tilgang þeirra. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.

ÁTVR
ÁTVR
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)