*

sunnudagur, 24. október 2021
Innlent 24. febrúar 2021 10:55

Starfsmenn Bláa lónsins sendir heim

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segist aldrei hafa upplifað jafn sterkar jarðhræringar.

Sigurður Gunnarsson
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins
Haraldur Guðjónsson

Starfsfólk Bláa lónsins hefur verið sent heim eftir jarðskjálftana núna í morgun. „Þetta eru sterkustu jarðhræringar sem ég upplifað í þau þrjátíu ár sem ég hef verið hérna,“ sagði Grímur Sæmundsen í samtali við Viðskiptablaðið. 

„Við virkjuðum okkar öryggisáætlun og ætlum að leyfa fólki að fara heim, það er eina vitið. Þetta voru gríðarlega öflugir skjálftar,“ segir Grímur. Hann sagðist ekki hafa tölu á fjölda starfsmanna á svæðinu í morgun en að einhverjir tugir hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. 

Bláa lónið og Retreat hótelið hafa verið lokuð í vetur vegna heimsfaraldursins og því voru engir gestir á svæðinu. Bláa lónið var þó opnað aftur yfir helgar fyrr í mánuðinum. 

Grímur segist ekki hafa haft tíma til að kanna hvort skemmdir hafi orðið vegna skjálftans. „Við höfum þó á tilfinningunni að mannvirkin séu það sterkbyggð að það hafi ekki orðið neinar alvarlegar skemmdir,“ bætti hann við.