Gert er grín að flugmálayfirvöldum og öðrum eftirlitsaðilum, sem og talað er niðrandi um aðra starfsmenn, til að mynda hönnuði og stjórnendur, í innri samskiptum starfsmanna Boeing flugvélaframleiðandans sem nú hafa verið afhentar bandaríska þinginu.

Skjölin, sem taka yfir 150 síður, voru sendar til alríkissaksóknara fyrir mánuðum síðan, en Boeing lét flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum og þingnefndum bandaríska þingsins þau í té rétt fyrir jól.

Skjölin ná allt aftur til ársins 2013 þegar Boeing 737 Max vélin var enn í þróun, og sýna þau samskipti þeirra sem komu að prófunum og öryggiseftirliti vélanna sem komu að tveim mannskæðum flugslysum á síðasta ári, en framleiðslu þeirra var fyrst hætt nú um jólin þrátt fyrir kyrrsetningu 9 mánuðum fyrr.

Taldi sálarheill sína í hættu

Í samskiptunum sést að sumir starfsmenn hafa talið sig hafa falið mögulega áhættuþætti og taldi einn starfsmaður sig ekki geta komist inn fyrir gullna hlið himnaríki ef hann héldi því áfram. Einn starfsmaður sagðist ekki setja fjölskyldu sína um borð í MAX vél árið 2018, og spurði annan hvort hann myndi gera það, og annar gagnrýndi samstarfsfélaga sína og sagði:

„Þessi flugvél er hönnuð af trúðum, sem aftur er stjórnað af öpum“, að því er fram kemur í einum tölvupóstinum að því er WSJ greinir frá.

Jafnframt sést að sumir starfsmenn eru mjög gagnrýnir á flugmálayfirvöld og eftirlitsaðila, og virðist sem vísað sé til þeirra sem „fávita“ vegna krafna um að setja upp ákveðin búnað í mælaborð vélarinnar, og annar bætti við að indversk flugmálayfirvöld væru „að því er virðist jafnvel enn heimskari.“

Bökkuðu loksins með að ekki þyrfti hermiþjálfun flugmanna

Þegar vélin var fyrst kynnt árið 2011 var einn helsti sölupunktur þeirra að flugmenn með þjálfun á 737 vélar Boeing þyrftu ekki að fara í gegnum flughermisþjálfun, heldur væri nóg að fara í gegnum þjálfun í hefðbundnum tölvum.

Í gögnunum sést að yfirmenn í Boeing þrýstu mjög á að slíkar kröfur þyrfti ekki til, jafnvel þó ýmis konar sjálfstýribúnaður væri settur í vélina sem á endanum virðist hafa borið ábyrgð á flugslysunum tveimur, vegna sparnaðar.

Sagði Mark Forkner sem þá var yfirmaður flugtæknimála hjá félaginu hefur viðurkennt að hafa óviljandi logið að FAA, flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, en í fyrri skjölum sem félagið birti talar hann um að nota Jeti hughrif á eftirlitsaðila.

Á þriðjudag virðist sem Boeing hafi loks snúið við sinni staðföstu skoðun alveg hingað til að flugmenn á vélarnar þurfi ekki þjálfun í flughermi fyrir MAX vélarnar sérstaklega. Einn af um 35 slíkra í heiminum er í eigu Icelandair hér á landi og hefur Túristi fjallað um að það geti þýtt aukin viðskipti fyrir félagið sem leigir út tíma í herminum.

Treysta ekki lengur á 4 sekúndna viðbragðstíma flugmanna

Loks hefur verið farið fram á endurskoðun á mögulegum viðbragðstíma flugmanna vegna neyðartilvika, en hingað til hefur verið haldið fram að 4 sekúndur eigi að duga í flestum tilvikum, en nú eru 10 til 12 sekúndur taldar eðlilegri viðbragðstími.

Það þýðir að hönnuðir geti ekki treyst jafnmikið á að flugmenn geti alltaf gripið inn í ef kerfi bila eða sjálfvirk kerfi kerfi grípa inn í eins og gerðist þegar 346 manns létust í flugslysunum tveimur í Indlandi og Eþíópíu.