Um 700 starfsmenn British Airways í innritun og annarri þjónustu á flugvöllum hafa boðað til verkfalls. The Telegraph segir frá þessu.

Boðunin þýðir að nú getur verkalýðsfélagið GMB boðað til vinnustöðvunnar með tveggja vikna fyrirvara. Það þýðir að verkfall getur fyrst hafist í byrjun júlí - einmitt þegar annatímí í flugi félagsins hefst vegna sumarleyfa í Bretlandi.

Hins vegar hefur Telegraph heimildir fyrir því að verkalýðsfélagið muni ekki boða til verkfalls strax heldur þegar líður á seinni hluta júlí þegar háannatíminn er.