*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 16. nóvember 2009 08:46

Starfsmenn British Airways kjósa um verkfall sem myndi hefjast rétt fyrir jól

Félagið býðst til að hætta við fjöldauppsagnir ef starfsmenn samþykkja tveggja ára launafrystingu

Ritstjórn

Starfsmenn breska flugfélagsins British Airways hafa nú fengið senda atkvæðaseðla þar sem kosið verður um það hvort starfsmennirnir fari í verkfall í desember eða ekki.

Þessi ákvörðun verkalýðsfélags flugfélagsins, Unite union kemur í kjölfar breytinga á starfsháttum félagsins. Til dæmis hefur verið ákveðið að fækka um einn í flugáhöfnum British Airways á lengri flugleiðum en það hefur vakið upp mikla reiði meðal starfsmanna. Þess utan stendur til að skera niður önnur fríðindi bæði flugmanna og flugáhafna.

Kosningin um verkfallið kemur þó aðeins til vegna þeirrar ákvörðunar að fækka um einn í flugáhöfn, hingað til hafa 15 manns verið í áhöfn félagsins á lengri leiðum. Alls fá um 12 starfsmenn kjörseðla en frestur til að skila inn atkvæði rennur út eftir tæpan mánuð, þann 14. desember.  Fari svo að starfsmenn kjósi að fara í verkfall mun það hefjast þann 21. desember.

Verkalýðsfélagið segir að það muni heilmiklum um það hvort það séu 14 eða 15 manns í flugáhöfn félagsins á lengri flugleiðum. Með fækkum starfsmanna falli meiri ábyrgð á þá sem áfram starfa. Segir félagið það ógna heilsu og öryggi starfsmanna, og ekki síður farþega félagsins.

Til að koma til móts við verkalýðsfélagið hefur stjórn British Airways boðið félaginu að hætta við fyrirhugaðar uppsagnir 1.200 starfsmanna gegn því skilyrði að starfsmenn sætti sig við tveggja ára launafrystingu, þ.e. að laun starfsmanna hækki ekkert næstu tvö árin. Hafni starfsmenn verkfallinu er talið líklegt að Unite union sætti sig við skilyrði flugféagsins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is