Rúmlega 1.400 starfsmenn Landsbankans hafa ekki fengið í hendurnar öll þau hlutabréf sem úthluta á til starfsfólks í samræmi við uppgjör milli gamla bankans, nýja bankans og íslenska ríkisins. Starfsmenn hafa þegar fengið hlutafé sem nemur um 0,5% af heildarhlutafé en fá afganginn, um 0,3% af hlutafé, í janúará næsta ári.

Endanleg hlutafjáreign starfsfólksins er aðeins um helmingur þess sem áðurnefnt samkomulag milli gamla og nýja bankans kvað á um. Eins og greint var frá í fjölmiðlum áttu starfsmenn rétt á 2,08% af öllu hlutafé í tengslum við uppgjör sem fól í sér að nýi bankinn gaf út 92 milljarða skilyrt skuldabréf til gamla bankans. Á móti rann hlutur gamla bankans í þeim nýja til ríkisins og starfsmanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .