Verið er að flytja starfsmenn Britannia aftur yfir á olíuborpallinn sem var tæmdur í morgun, en fyrr dag barst sprengjuhótun. Yfir 500 starfsmenn voru fluttir af pallinum eftir að hryðjuverkahótun barst strandgæslunni í Aberdeen, en borpallurinn er staðsettur í Norðursjó.

Hótað var að sprengja svokallaðan Safe Scandinavia flotpramma, þar sem starfsmenn olíuborpallsins sofa og nærast. Ráðamenn í Bretlandi hafa sagt að ógnin hafi ekki reynst jafnmikil og upphaflega var haldið.

Britannica er sameiginlegt verkefni félaganna Chevron og ConocoPhillips.