Starfsmannafélag Tryggingar og ráðgjafar afhenti Hjálparstarfi kirkjunnar 100 hamborgarahryggi að gjöf í tilefni jólaúthlutunar nú í desember. Þá gaf starfsmannafélagið einnig 10 hamborgarahryggi til Samhjálpar. ,,Starfsmenn Tryggingar og ráðgjafar ákváðu að afþakka jólagjafir frá fyrirtækinu og gefa í staðinn 110 hamborgarahryggi til jólaúthlutunar. Það er ánægjulegt að geta veitt hjálparhönd nú fyrir jólin og ég vil skora á önnur starfsmannafélög að láta gott af sér leiða um hátíðarnar,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir, formaður starfsmannafélags Tryggingar og ráðgjafar.

„Þetta er kærkomin gjöf sem mun gleðja marga. Þetta verður jólasteikin hjá 100 fjölskyldum sem fá úthlutað hjá okkur,“ er haft eftir Jónasi Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, í tilkynningu.