Samn­inga­nefnd verka­lýðsfé­laga starfs­manna ISAL hef­ur til­kynnt um afboðun boðaðs alls­herj­ar­verk­falls sem koma átti til fram­kvæmda 1. sept­em­ber 2015. Þetta kem­ur fram í samþykkt sem samn­inga­nefnd verka­lýðsfé­laga starfs­manna hjá ISAL lagði fram hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær og mbl.is greinir frá .

Þar segir að ákvörðunin sé tekin vegna ít­rekaðra full­yrðinga stjórn­enda RTA, að komi til alls­herj­ar­verk­falls leiði það til lok­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins, einnig til að fyr­ir­byggja að stjórn­end­ur RTA geti notað sam­ingaviðræður til þess.

„Samn­inga­nefnd­in legg­ur áherslu á að til­gang­ur og mark­mið aðgerðanna er að ná samn­ing­um um bætt kjör starfs­manna en ekki lok­un fyr­ir­tæk­is­ins.

Með þessu vill samn­inga­nefnd­in skapa um­hverfi til þess að fá viðsemj­end­ur okk­ar að samn­ings­borðinu til raun­hæfra viðræðna um bætt kjör starfs­fólks ISAL,“ seg­ir í til­kynn­ing­u frá fyrirtækinu.