Um 100 starfsmenn Íslandsbanka hafa hingað til á árinu unnið sjálfboðaliðastarf hjá hinum ýmsu góðgerðarsamtökum. Um jólin unnu yfir 70 manns sjálfboðaliðastarf en flestir aðstoðuðu við matarúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd og úthlutun hjá Hjálparstofnun Kirkjunnar. Öllum starfsmönnum bankans býðst að taka einn dag á ári í sjálfboðaliðastarf til styrktar góðu málefni.

Starfsmönnum bankans var vel tekið á öllum stöðum eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá bankanum en verkefnið „Við bjóðum hjálparhönd" hefur verið í gangi í tvö ár.

Góðgerðarsamtök sem hafa notið góðs af starfsmönnum Íslandsbanka eru til að mynda Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, Samhjálp, Sólheimar í Grímsnesi, Skógræktin og ABC barnahjálp. Félagasamtök sem hafa áhuga á samstarfi við Íslandsbanka er bent á að hafa samband með tölvupósti á [email protected] .