Engin takmörk eru á stjórnarsetu starfsmanna Íslandsbanka og Landsbankans (NBI hf.), þ.e.a.s. fjölda stjórna sem þeir mega gegna stjórnarsetu í samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bönkunum..

Starfmenn fá ekki greitt fyrir stjórnarsetu í dótturfélögum, hlutdeildarfélögum eða öðrum stjórnum sem starfsmenn sitja á vegum bankanna.

Í þeim tilvikum þar sem starfsmenn bankana sitja í stjórnum félaga sem greiða stjórnarlaun, renna þau til bankanna en ekki viðkomandi starfsmanns. Engin takmörk eru á í hve mörgum stjórnum hver og einn starfsmaður getur setið og það er undir yfirmanni hverju sinni að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður megi taka sæti í stjórn fyrirtækis.