Héraðsdómur Reykjavíkur rifti í morgun yfirlýsingu Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings, um að fella niður persónulegar ábyrgðir tveggja yfirmanna í bankanum af greiðslu láns vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Yfirlýsingin var gefin út 25. september 2008, fjórum dögum áður en að íslenska ríkið tilkynnti um þjóðnýtingu Glitnis.

Þrotabú Kaupþings höfðaði mál til að reyna að fá yfirlýsingu Hreiðars rift og fá lánasamninganna greidda.

Dæmt var í tveimur málum í morgun. Helga Þór Bergs var gert að greiða Kaupþingi tæpar 642 milljónir króna og Þórður Pálsson þarf að greiða búinu 27 milljónir króna. Tugir starfsmanna Kaupþings gerðu sambærilega lánasamninga til að kaupa sér hlutabréf í bankanum, með láni frá bankanum og veði í bréfunum sjálfum.

Dóminn, sem talinn er geta verið fordæmisgefandi, er hægt að nálgast hér.