Þrír fyrrverandi yfirmenn hjá Landsbankanum i Lúxemborg hafa verið ákærðir fyrir fjársvik. Rannsókn málsins hófst árið 2009 eftir að viðskiptavinir kvörtuðu þegar þeir töpuðu á umdeildum fjármálagerningum sem bankinn seldi. Þeir sem nú eru ákærðir fyrir svikin eru Daninn Torben Bjerregaard Jensen, Svíinn Olle Lindfors and Belgian Failly Vincent.

Viðskiptinn voru þannig að bankinn bauð fólki lán með veðum í fasteignum þeirra. Fólkið fékk einungis hluta af láninu greitt en stærstan hluta nýtti bankinn til að fjárfesta. Fólkinu var svo sagt að hagnaður af þessum fjárfestingum yrði nýttur til að greiða lánin að fullu.

Nú hefur komið á daginn að áhætta sem bankinn tók á viðskiptunum hafi ekki verið nein. Áhættan hafi öll verið hjá fólkinu sem tók lánin.

AFP fréttastofan greindi frá.