Jákvæðar horfur á hlutabréfamörkuðum í Evrópu veita Landsbankanum tækifæri til að byggja upp samþætt hlutabréfaviðskipti á öllum helstu mörkuðum Evrópu. Starfsemi Keplers fellur einkar vel að rekstri breska verðbréfafyrirtækisins Teather & Greenwood, sem Landsbanki keypti fyrr á árinu. Greiningardeildir fyrirtækjanna tveggja fylgjast með og greina um 665 hlutafélög í Evrópu segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Verðbréfastarfsemi Kepler opnar Landsbankanum leið til að bjóða litlum og meðalstórum fyrirtækjum á alþjóðamörkuðum nýjar afurðir í fyrirtækja- og fjárfestingar­bankaþjónustu. Kaupin á Kepler Equities koma viðskiptavinum til góða, með því að tengja viðskiptsambönd Keplers við fjámálaþekkingu Landsbankans og fjárhagslegan styrk.

Með sarfsemi Kepler í New York getur Landsbankinn nú boðið sjálfstæða verðbréfamiðlun í Bandaríkjunum sem hefur jöfnum höndum aðgang að mörkuðum á Bretlandi og á meginlandi Evrópu.

Kaupin á Kepler þýða að Landsbankinn verður nú virkur þáttakandi á mörkuðum þar sem um 82% af veltunni í evrópskum hlutabréfum fer fram, í stað 37% áður. Þetta eykur til muna getu Landsbankans til að veita viðskiptavinum sínum heildarþjónustu og tryggja virðisauka hluthöfum til handa.

Að auki mun nýja dóttirfyrirtækið opna Landsbankanum leið til að mynda ný viðskiptatengsl við stóra fagfjárfesta, til að mynda lífeyrissjóði, áhættusjóði og aðila í eignastýringu.

Með kaupunum á Kepler verður veruleg aukning í þjónustutekjum bankans eða um 33%. Kaupin hafa hinsvegar aðeins mjög takmörkuð áhrif á efnahagsreikning Landsbankans. Landsbankinn fjármagnar kaupin með fjármunum sem hann hefur þegar tiltæka. Eftir kaupin hefur Landsbankasamstæðan samtals um 1.600 starfsmenn, 200 þeirra að störfum í Bretlandi og 300 á meginlandi Evrópu.

Kaupin er gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsyfirvalda í Frakklandi, Sviss og á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kaupin verði að fullu frágengin fyrir árslok.

Starfsmenn Alþjóða- og Lögfræðisviða Landsbankans önnuðust ráðgjöf fyrir bankann vegna kaupanna, en Merrill Lynch veitti seljendum ráðgjöf.

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn að Hafnarstræti 5, 4 hæð, í dag kl. 17:00. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson bankastjórar munu kynna viðskiptin og svara fyrirspurnum ásamt Stephane Michel, aðalforstjóra Kepler Equities.