Merlin Entertainment, sem rekur Legoland í þýskalandi, hefur um langt skeið neitað því að taka upp samningaviðræður um kjör starfsmanna, segir Ekstra Bladet . Launin geta farið allt niður í átta evrur á klukkutímann. Það nemur um 1200 íslenskum krónum.

Starfsmenn fóru til Legolands í Billund í Danmörku í gær til að mótmæla bágum kjörum sínum. Ástæðan er sú að Kirkbi, sem rekur Legoland í Billund, á 34% hlut í Merlin Entertainment. Kirkbi segir aftur á móti að það sem skipti fyrst og fremst máli sé að öll kjaramál Merlin Entertainment séu í samræmi við lög og reglur sem gildi í Þýskalandi.

Í tilkynningu sem Merlin sendi frá sér vegna mótmælanna er furðu lýst á þeim. Starfsmenn fái greiddar átta evrur á tímann, að lágmarki. Flestir þeirra séu aftur á móti með mun hærri laun.