Níu starfs­menn Lög­reglu­skóla ríks­ins missa vinnu sína þegar skól­inn verður lagður niður í haust, Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Líkt og greint var frá í gær mun menntun lögreglumanna verða færð á háskólastig, nái nýtt frumvarp innanríkisráðherra fram að ganga. Í kjölfarið stendur til að leggja niður Lögregluskóla ríkisins.

Níu manns starfa við skólann. Í viðtali við Morgunblaðið segir Karl Gauti Hjaltason, skólastjóri, að störf þeirra verði lögð niður. Hann segir flesta starfsmenn lögregluskólans menntaða lögreglumenn með áratuga reynslu sem eru nú á sextugs- eða sjötugsaldri. Fáir þeirra eru með háskólamenntun. „Starfsmenn hafa auðvitað miklar áhyggjur af sínum hag. Annað væri óeðlilegt,“ segir karl jafnframt.