Í eftirlitsferð stéttarfélaganna og Vinnumálastofnunar í  gær 4. júní var komið við í húsi sem verið er að breyta við Hverfisgötu.

Þegar vinnueftirlitsmenn komu á staðinn brá  svo við að tveir starfsmenn lögðu á flótta og sást til þeirra á Arnarhóli stuttu síðar.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar en þar kemur jafnframt fram að þegar eftirlitsmenn ætluðu að hafa tal af þeim þar tóku þeir á sprett og hurfu sjónum. Stofnunin segir að í ljós hafi komið að mennirnir hafa verið á atvinnuleysisbótum og mun Vinnumálastofnun í framhaldinu kanna hvort þeir hafi verið í vinnu á sama tíma.

Sjá nánar vef Vinnumálastofnunar.