Starfsmenn þýska flugfélagsins Lufthansa hafa ákveðið að fara í verkfall. Rúmlega 90% félagsmanna í verkalýðsfélagi þeirra samþykktu verkfallið eftir að launadeila leystist ekki. Starfsmennirnir krefjast 9,8% launahækkunar en flugfélagið bauð 6,7% hækkun í tveimur þrepum.

Þetta kemur fram í frétt BBC.

Starfsmennirnir leggja niður vinnu á miðnætti í kvöld á þýskum tíma. Krafa starfsmanna um launahækkun kemur í kjölfar hækkandi verðbólgu í Þýskalandi, en Lufthansa hefur líkt og önnur flugfélög átt í erfiðleikum í rekstrinum vegna hækkandi olíuverðs.