Skyndibitaframleiðandinn McDonald's stendur nú frammi fyrir auknum þrýstingi frá starfsmönnum og fjárfestum sem eru óánægðir með viðskiptastefnu fyrirtækisins.

Hundruðir starfsmanna og stuðningsmanna þeirra komu saman og mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar McDonald's í dag þar sem ársfundur fyrirtækisins fer nú fram.

Starfsmennirnir berjast fyrir 15 dollara tímakaups stað 9 dollara. Á sama tíma berjast fjárfestar fyrir breytingu í kosningum stjórnarmanna. Þeir eru óánægðir með laka sölu McDonald's sem talin er tengjast því að viðskiptavinir vilji heilbrigðari lífstíl. McDonald's hefur bannað blaðamönnum að sækja fundinn.

Hópurinn Fast for 15 coalition skipulagði mótmælin, en sá hópur hefur beitt þrýstingi á fyrirtæki til að hækka lágmarkslaun sem eru 7,25 dollarar á klukkutíma upp í lifnaðarlaun sem eru 15 dollarar. Hópnum hefur tekist að hafa áhrif í fortíðinni meðal annars hafa Walmart og Target hækkað laun eftir mótmæli hópsins.