Þúsundir starfsmanna skyndibitastaða í sextíu borgum í Bandaríkjunum lögðu niður störf í gær til þess að krefjast hærri launa. Starfsmennirnir krefjast 15 bandaríkjadala í laun á tímann. Það samsvarar um 1800 krónum á tímann.

„Þeir græða milljónir á störfum okkar. Þeir hafa efni á að borga okkur betur,“ sagði hin 20 ára gamla Shaniqua Davis í samtali við AFP fréttastofuna . Hún stóð fyrir framan McDonalds á Fimmta breiðstræti í New York og krafðist kjarabóta.

Davis á eins árs gamalt barn og vinnur á McDonalds í Bronx. Hún er með 7,25 dali í laun á tímann, eða tæpar 900 krónur.