Tímakaup starfsmanna slitastjórna gömlu bankanna nemur 16 til 20 þúsund krónum á tímann. Þetta gera á bilinu 2,5 til 3,2 milljónir króna. Mánaðarlaun þeirra nema á bilinu 700 þúsunda til einnar milljóna króna. Mismuninn halda eftir lögfræðiskrifstofur og einkahlutafélög í eigu slitastjórna. Afgangurinn af vinnu hvers starfsmanns getur legið á bilinu 1,8 til 2,5 milljónir króna.

Páll Eiríksson sem situr í slitastjórn Glitnis, segir í samtali við DV í dag fyrirtæki hans og Steinunnar Guðbjartsdóttur halda eftir um 1/3 af þeim peningum sem það fær fyrir útselda vinnu.

Fram hefur komið, m.a. í Viðskiptablaðinu, að á síðustu þremur ári hafi greiðslur úr þrotabúi Glitnis til fyrirtækis þeirra Páls og Steinunnar og fulltrúa þeirra numið tæpum 288 milljónum króna á síðastliðnum þremur árum. Fyrirtæki þeirra hafi á sama tíma fengið úr 552 milljónir króna úr þrotabúinu. Fyrirtæki þeirra hefur þessu samkvæmt fengið 840 milljónir úr þrotabúi Glitnis á síðastliðnum þremur árum. Ekki eru inni í tölunum frádráttur á launum og launatengdum gjöldum fulltrúanna fimm.