Nýverið bættust tveir starfsmenn TM Software, Finnur Örn Guðmundsson og Sigurður Björnsson í fámennan hóp RHCA-sérfræðinga en einungis 120 manns um heim allan geta státað sig af þeirri gráðu, segir í fréttatilkynningu.

Til að öðlast RHCA-gráðu þurfa einstaklingar að þreyta fimm verkleg próf. Þau snúa að öryggismálum í netþjónustu, dreifingu og virtualization, auðkenningarþjónustu, klasa- og geymslustjórnun, kerfisvöktun og frammistöðustillingu á Red Hat Enterprise Linux.

RHCA-gráðan styrkir enn frekar undir stoðir sérfræðikunnáttu starfsmanna TM Software í upplýsingatækni.

Í fréttatilkynningunni segir að hjá TM Software starfi stór hópur sérmenntaðra einstaklinga sem vinna að því að finna réttu lausnirnar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins og er RHCA-gráðan einstaklega góð viðbót við þann fjölda skírteina sem starfsmenn TM Software hafa fengið.

TM Software er í eigu Nýherja [ NYHR ].