Þúsundir starfsmanna US Airline sem tóku á sig launalækkun á meðan fyrirtækið rétti úr kútnum, eftir árásina 11. september 2001, og bætti fjárhagsstöðu sína, eru æfir út í stjórn þess eftir að hún ákvað að borga hluthöfum 250 milljónir Bandaríkjadala í arð.

Stjórn starfsmannafélags US Airline segir stjórnina gera lítið úr fórn starfsmanna til að bæta hag flugfélagsins. Talsmaður stjórnar flugfélagsins segir aftur á móti að þeir starfsmenn sem eigi hlut í félaginu muni hagnast á arðgreiðslunum.