Makrílveiðar hófust fyrir viku síðan hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en fyrsti makrílfarmurinn kom í hús að morgni f immt udags 19. júní. Um 150 nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til að sinna makrílveiðum í sumar.

,,Þetta er sambærilegt við stöðuna í fyrra,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Tvö skip eru byrjuð að veiða en það eru Kap og Sighvatur Bjarnason. Spurður um hvernig veiðar gangi segir Sindri Viðarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs, það hafa verið svolítið rokkandi veiði í þessu og frekar rólegt síðustu daga. Dagskammtar eru 300 tonn á dag en það hefur verið allur gangur á því vegna lélegrar veiði, þannig að þeir hafa ekki alltaf náð því. ,,Þetta fór líka svona rólega af stað í fyrra,“ segir Sindri.