Þótt fréttir af hópuppsögnum hafi verið áberandi á undanförnum vikum er svartnættið ekki allsráðandi á vinnumarkaði og eitthvað hefur verið af ráðningum eins og tölur frá Vinnumálastofnun sýna.

Eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið að ráða fólk er samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hátæknifyrirtækið Marorka.

Þetta staðfestir Heiða Lára Heiðarsdóttir, starfsmannastjóri Marorku, í samtali við Viðskiptablaðið. Hún segir að vegna aukinna verkefna hjá fyrirtækinu hafi starfsmönnum félagsins það sem af er ári fjölgað um 15 og fyrirséð sé að bæta þurfi enn fleirum í hópinn á komandi mánuðum.