*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 21. ágúst 2017 07:46

Starfsmönnum sagt upp hjá Matís

Opinbera hlutafélagið Matís segir upp átta starfsmönnum vegna færri verkefna úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum og sterkari krónu.

Ritstjórn
Edwin Roald Rögnvaldsson

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís segir verkefnaskort og styrkingu krónunnar hafa valdið því að átta starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp í síðasta mánuði. Var gripið til uppsagnanna þegar útlit var fyrir mikinn rekstrarvanda hjá fyrirtækinu að því er Vísir segir frá.

Fyrirtækið er í eigu hins opinbera  og stofnað árið 2007 við sameiningu þriggja opinberra stofnana, það er Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar. Er um að ræða sama rekstrarform og til að mynda Ríkisútvarpið er með, það er sem opinbert hlutafélag, oft stytt sem ohf.

„Uppsagnirnar í júlí voru einfaldlega út af rekstrarstöðunni. Annars vegar höfum við þurft að glíma við hækkun launa, eins og á almennum vinnumarkaði, segir Sveinn. „Styrking krónunnar í þeim verkefnum sem við vorum komin með hefur áhrif en verulegur partur af okkar verkefnum hefur komið úr erlendum samkeppnissjóðum. Við höfðum sett út nokkra öngla en færri bitu á en gert var ráð fyrir.“

Með um 120 starfsmenn

Hjá fyrirtækinu vinna um 120 manns og nokkurrar óánægju gætir meðal starfsmannanna vegna hagræðingarinnar, en einnig gæti þurft að skera frekar niður í ferðakostnaði starfsmanna og innkaupum.

„Við ákváðum að taka á þessum málum strax en núna eru engar áætlanir um frekari uppsagnir. Þær í júlí tengdust starfsfólki af ýmsum sviðum og með mismunandi starfsaldur. Það var horft á ýmsa þætti í starfseminni þegar þessar ákvarðanir voru teknar,“ segir Sveinn, en einungis um fjórðungur af heildarfjármögnun fyrirtækisins er í gegnum þjónustusamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

„Það er óvenju lágt í alþjóðlegum samanburði eða þegar við miðum okkur við álíka fyrirtæki og stofnanir. Okkar fjármögnun er að stórum hluta úr samkeppnissjóðum sem er í eðli sínu tiltölulega óviss fjármögnun.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is