Mortiz Erhardt, nemandi við University of Michigan, lést eftir um 72 klukkustunda vinnutörn hjá Bank of America. Hann var þýskur skiptinemi hjá University of Michigan. Ásamt því að hafa verið starfsnemi hjá Bank of America hafði hann einnig unnið hjá Deutsche Bank, Morgan Stanley og KPMG.

Hann lést sjö dögum áður en hann lauk sjö vikna sumarstarfi hjá bankanum.

Erhardt á að hafa þjáðst af flogaveiki og fannst látinn í sturtu eftir vaktina sína. Samkvæmt heimildarmanni Independent er ekki óalgengt að starfsnemar séu látnir vinna allt að 100 klukkutíma á viku.