Hagstofa Íslands hefur birti upplýsingar um starfstíma í framhaldsskólum skólaárið 2007–2008. Á síðastliðnu skólaári tók einn nýr framhaldsskóli til starfa, Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi. Í lögum um framhaldsskóla segir að árlegur starfstími nemenda skuli eigi vera skemmri en níu mánuðir, þar af skuli kennsludagar ekki vera færri en 145. Samkvæmt upplýsingum frá framhaldsskólum var fjöldi reglulegra kennsludaga skólaárið 2007–2008 á bilinu 144 til 156. Meðalfjöldi reglulegra kennsludaga var 148 sem er aukning um tvo daga frá fyrra skólaári. Auk þeirra voru aðrir kennsludagar á bilinu 0 til 4 (með einni undantekningu), eða 2 að meðaltali. Að meðaltali voru reglulegir kennsludagar nemenda tveimur fleiri á vorönn en á haustönn. Í reglugerð um starfstíma framhaldsskóla er ákvæði um að kennslu- og prófdagar skuli ekki vera færri en 175. Í 11 skólum reyndust kennslu- og prófdagar vera færri en 175. Samkvæmt upplýsingum skóla var fjöldi daga sem einungis var varið til prófa og námsmats frá 8 til 32, með einni undantekningu. Að meðaltali var 25 dögum varið til prófa og námsmats sem er fækkun  um tvo daga frá síðastliðnu skólaári.