Á meðal þeirra sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík er fyrirtækið Big Eddy.

Big Eddy framkvæmir hárnákvæmar vindaspár sem ætlað er að auðvelda val á staðsetningu vindmylla til raforkuframleiðslu. Teymið samanstendur af þeim Ólafi Rögnvaldssyni, Einari Magnúsi Einarssyni og Maríu Edwardsdóttur.

Bakhjarlar teymanna eru Landsvirkjun, Arion banki, Nýsköpunarmiðstöð og GEORG en framkvæmd og skipulagning verkefnisins er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal. Hér má sjá viðtal við Stefán Þór Helgason, verkefnastjóra Klak Innovit, um verkefnið.

VB Sjónvarp ræddi við Ólaf, Einar og Maríu.