*

mánudagur, 27. september 2021
Sjónvarp 4. júní 2014 12:57

Startup Energy Reykjavík: BMJ Energy

BMJ Energy er eitt sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

Á meðal þeirra sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík er fyrirtækið BMJ Energy. 

BMJ Energy gerir bændum og öðrum landeigendum kleift að virkja örsmáa læki og lækjarsprænur en fyrirtækið nýtir sérstakan stýribúnað við að stjórna vatnsflæði virkjunarinnar. Stofnandi fyrirtækisins, Bjarni Malmquist Jónsson, er bóndasonur austan úr Suðursveit en hann hefur áralanga reynslu af rafeindabúnaði og er m.a. einn þeirra sem hannað hefur hugbúnað sprotafyrirtækisins ReMake Electric.

Bakhjarlar teymanna eru Landsvirkjun, Arion banki, Nýsköpunarmiðstöð og GEORG en framkvæmd og skipulagning verkefnisins er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal. Hér má sjá viðtal við Stefán Þór Helgason, verkefnastjóra Klak Innovit, um verkefnið.

VB Sjónvarp ræddi við Bjarna.