*

miðvikudagur, 22. september 2021
Sjónvarp 6. júní 2014 11:51

Startup Energy Reykjavík: DTE

DTE er eitt sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

Á meðal þeirra sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík er fyrirtækið DTE. 

DTE býður rauntímagreiningu á kerskálum álvera. Í dag eru sýni tekin úr kerskálum handvirkt og þau bæði mæld og greind en ferlið tekur um 24 tíma. Þá eru upplýsingarnar orðnar nokkuð úreltar og minna gagn af þeim en ætla mætti. DTE þróar og hannar búnað sem mun geta mælt stöðu kerskála í rauntíma og þannig stytta ferlið til muna, spara gífurlegar fjárhæðir og gefa raunsannari upplýsingar en áður hefur verið mögulegt. Að baki DTE standa Karl Ágúst Matthíasson, Sveinn Hinrik Guðmundsson og Eggert Valmundsson.

Bakhjarlar teymanna eru Landsvirkjun, Arion banki, Nýsköpunarmiðstöð og GEORG en framkvæmd og skipulagning verkefnisins er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal. Hér má sjá viðtal við Stefán Þór Helgason, verkefnastjóra Klak Innovit, um verkefnið.

VB Sjónvarp ræddi við Karl Ágúst.