*

miðvikudagur, 22. september 2021
Sjónvarp 6. júní 2014 10:28

Startup Energy Reykjavík: Landsvarmi

Landsvarmi er eitt sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

Á meðal þeirra sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík er fyrirtækið Landsvarmi. 

Landsvarmi er félag sem fjármagnar, setur upp og rekur varmadælur til upphitunar á húsnæði. Kristján M. Ólafsson, einn þeirra sem standa að baki Landsvarma, segir vaxtarmöguleika verkefnisins mikla enda vel hægt að ná fram umtalsverðum raforkusparnaði með notkun varmadælna. 

Bakhjarlar teymanna eru Landsvirkjun, Arion banki, Nýsköpunarmiðstöð og GEORG en framkvæmd og skipulagning verkefnisins er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal. Hér má sjá viðtal við Stefán Þór Helgason, verkefnastjóra Klak Innovit, um verkefnið.

VB Sjónvarp ræddi við Kristján.