*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 7. ágúst 2020 15:05

Startup Iceland aflýst

„Við vildum alls ekki skapa neina hættu á því að smit kunni að koma upp á viðburðinum okkar."

Ritstjórn
Bala Kamallakharan, fjárfestir og stofnandi Startup Iceland.
Haraldur Guðjónsson

Viðburðinum Startup Iceland hefur nú verið aflýst þetta staðfestir framkvæmdastjóri viðburðarins Bala Kamallakharan í samtali við Viðskiptablaðið.

Við aflýstum viðburðinu vegna samkomutakmarkanana. Nú er það þannig að það mega aðeins 100 manns koma saman og við sáum ekki fram á að geta haldið viðburðinn með því móti en venjulega mæta um 300 manns á viðburðinn okkar," segir Bala.

Viðburðurinn snýst um að fá fyrirlesara víða úr heiminum til að koma og ná til íslenskra sprotafyrirtækja. En vegna hertra aðgerða á landamærum þá komust skipuleggjendur að þeirri niðurstöðu að það væri best að fresta viðburðinum fram á næsta ár 2021. 

Við vildum alls ekki skapa neina hættu á því að smit kunni að koma upp á viðburðinum okkar. Þess vegna töldum við best að bara bíða og sjá hvernig málin þróast," segir Bala.

Þetta hefði verið í níunda sinn sem hátíðin hefði verið haldin en hún var fyrst haldin árið 2012.

Stikkorð: Iceland Startup