Norski olíurisinn Statoil hefur fundið olíu á nýjum stað í Norðursjó. Áætlanir gera ráð fyrir að olíufundurinn er í meðallagi miðað við olíufundi síðustu ára og að hgt verði að dæla allt að 18 til 33 milljónum tunna af nýtanlegri olíu úr borholunni, að því er fram kemur á vef norska dagblaðsins Aftenposten.

Statoil á 36,7% hlut í olíufundinum en að honum komu m.a. félögin Petereo, ExxonMobil Exploration & Production í Noregi og ConocoPhillips Scandinavia.