Statoil, sem er í eigu norska ríkisins, hefur tilkynnt að það hyggist fjárfesta 12 milljörðum punda aukalega í Mariner-Bressay-svæðinu í Norðursjó. Þessi upphæð bætist við 6 milljarða fjárfestingu sem áður hefur verið tilkynnt um.

Gert er ráð fyrir að um 300 ný störf verði til í Bretlandi í tengslum við fjárfestinguna, að því er fram kemur í netútgáfu breska dagblaðsins Telegraph.

Þessi tilkynning kemur í kjölfar heimsóknar David Cameron til Noregs. Cameron var í Noregi að samþykkja samstarf milli landanna tveggja á sviði orkumála.