Árið 2010 var mjög gott ár í norska olíugeiranu en árið í fyrra var enn betra og þannig varð methagnaður hjá Statoil eða 25,2 milljarðar norskra króna eftir skatta jafngildi um 535 milljarða íslenskra króna, og var hagnaðurinn mun meiri en sérfræðingar höfðu spáð. Aukinn hagnaður skýrist auðvitað af hækkandi verði fyrir gas og olíu. Rekstrarhagnaðurinn á fjórða árfjórðungi nam 60,7 milljörðum norskra króna eða 1275 milljörðum íslenskra króna sem er 40% meira en á sama tímabili 2010 og langt yfir spám sérfræðinga.