Statoil kynnir í dag skýrslu um hryðjuverkaárásina í In Aménas í Alsír í janúar. Fimm norskir starfsmenn Statoil voru myrtir í gíslatöku, auk breskra og alsírskra starfsmanna olíufyrirtækja.

Alls voru 40 starfsmenn drepnir og álíka margir gíslatökumenn. Norski viðskiptavefurinn e24 segir að allt frá því að árásirnar voru gerðar hafi tvær spurningar leitað á fólk: Hvað gerðist og hvernig gerðist það?

Skýrsla, þar sem leitast er við að svara þessum spurningum, verður lögð fram í dag.