Straumur fjárfestingarbanki mun taka yfir Hugverkasjóð Íslands sem ræður yfir höfundarétti á hugverkum tíu þekktra íslenskra tónlistarmanna samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Unnið er að samkomulagi þess efnis milli Straums og þrotabús Baugs, sem eru stærstu kröfuhafar félags sem heldur á þessum réttindum í dag.

Tónlistarmennirnir tíu eru Bubbi Morthens, Gunnar Þórðarsson Jakob Frímann Magnússon, Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Valgeir Guðjónsson, Eyþór Gunnarsson, Jón Ólafsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Helgi Björnsson. Samningurinn sem þeir gerðu við Hugverkasjóð Íslands fólst í því að tónlistarmennirnir fengu allt frá rúmum sex milljónum til 36 milljóna króna greiddar á einu bretti sem greiðist til baka með höfundarréttargreiðslum.

Í samtali við Viðskiptablaðið segjast Gunnar og Bubbi vilja kaupa félögin sem halda á höfundarréttinum til baka.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .