Hagnaður á öðrum ársfjórðungi hjá Vodafone jókst um 43% milli ára og nam 300 m.kr. Hagnaðaraukning á fyrri helmingi ársins nam 56%. Tekjur jukust um 3% bæði á ársfjórðungnum og á fyrri helmingi ársins.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, segir niðurstöðu uppgjörsins ánægjulega. "Niðurstaðan endurspeglar eins og í fyrri þremur uppgjörum aðhaldsaðgerðir í rekstri síðastliðið sumar auk áframhaldandi sóknar fyrirtækisins í þjónustu bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum," segir Stefán í tilkynningu frá Vodafone.

EBITDA hagnaður nam 776 m.kr. á ársfjórðungnum og hækkaði um 16% á milli ára - EBITDA á fyrri helmingi ársins hækkaði um 14%. Frmlegð félagsins hækkaði um 5% á fjórðungnum sem og á fyrri helmingi árs. Rekstrarkostnaður lækkaði hins vegar um 1% á milli ára. Í lok ársfjórðungsins var eiginfjárhlutfall 57,2% og handbært fé frá rekstri 41% hærra en á sama tímabili í fyrra.

Árshlutareikninginn má lesa í heild sinni hér .