*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Fólk 7. apríl 2021 13:02

Stefán Ari nýr mannauðsstjóri RB

Mannauðsstjóri Valitor hefur fært sig um set til Reiknistofu bankanna eftir tæpa tvo áratugi í starfi hjá fyrra félaginu.

Ritstjórn
Stefán Ari Stefánsson.

Reiknistofa bankanna hefur ráðið Stefán Ara Stefánsson sem nýjan mannauðsstjóra félagsins en hann hefur í tæpa tvo áratugi starfað hjá Valitor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RB.

Í tilkynningunni kemur fram að fyrst um sinn hafi Stefán starfað á fjármálasviði Valitor en undanfarin níu ár hefur hann verið mannauðsstjóri félagsins á Íslandi auk þess að stýra málaflokknum á starfsstöðvum í Danmörku og Bretlandi. Stefán er með BS-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor. 

„Það er frábært að fá Stefán til lið við öflugan hóp starfsfólks hjá RB. Hann hefur víðtæka þekkingu á rekstri mannauðsmála sem mun nýtast vel í þeim verkefnum sem eru framundan eru hjá fyrirtækinu,“ er haft eftir Ragnhildi Geirsdóttur forstjóra RB í tilkynningunni.