Matsnefnd um hæfni umsækjenda um embætti forstjóra Samgöngustofu hefur lokið störfum sínum og skilað innanríkisráðherra niðurstöðum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef innanríkisráðuneytis.

Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu drógu umsóknir sínar til baka. Ráðgert er að ráðherra skipi nýjan forstjóra eigi síðar en þann 5. ágúst næstkomandi.

Alls bárust 24 umsóknir um stöðu forstjóra Samgöngustofu, en nú standa 22 eftir. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hverjir voru metnir hæfastir til starfans.