Vinahjón hafa stofnað bókaútgáfufélagið Stórir draumar ehf. að því er fram kemur á vef Skattsins. Hjónin sem um ræðir eru annars vegar Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og Sara Lind Guðbergsdóttir, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu, og hins vegar Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála og ráðgjafi hjá KOM og Rakel Lúðvíksdóttur kennari.

Í stuttu spjalli við Viðskiptablaðið segir Gísli Freyr stefnt á að þvi að hefja útgáfu bóka síðar á árinu. Verið sé að ganga frá lausum endum og því geti hann lítið tjáð sig um félagið að svo stöddu.

Stefán Einar er meðal annars höfundur bókarinnar WOW – ris og fall flugfélags sem kom út árið 2019 og Forlagið gaf út.