*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Innlent 28. janúar 2020 14:38

Stefán Eiríksson tekur við RÚV

Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) hefur ráðið Stefán Eiríksson útvarpsstjóra til næstu fimm ára.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) hefur ráðið Stefán Eiríksson útvarpsstjóra til næstu fimm ára. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnar í RÚV í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Í tilkynningunni kemur fram að Stefán hafi mikla reynslu af stjórnun og rekstri. Hann hefur meðal annars verið skrifstofustjóri og staðgengill í dómsmálaráðuneytinu árin 2002-2006, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árin 2007-2014, því næst sem sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og nú síðast borgarritari frá árinu 2016.

Stefán lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1996 og lögmannsréttindum ári síðar.